Bottast naumlega fyrstur

Valtteri Bottas (t.v.) og Charles Leclerc takast í hendur eftir …
Valtteri Bottas (t.v.) og Charles Leclerc takast í hendur eftir tímatökuna. Bottas vann hana en Leclerc varð þriðji. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes var í þessu að vinna ráspól  breska kappakstursins í Silverstone, en það er fjórði póllinn sem hann vinnur í ár og sá tíundi frá upphafi.

Mistök í fyrri atlögu að tímahring í lokalotunni kann að hafa kostað liðsfélaga hans, Lewis Hamilton, ráspólinn, en hann var aðeins sex þúsundustu úr sekúndu lengur í förum en Bottas.

Framan af tímatökunni virtust Ferraribílarnir ætla láta til sín taka en Charles Leclerc mátti þakka fyrir þriðja sætið að lokum. Liðsfélagi hans Sebastian Vettel varð einungis sjötti en milli þeirra Leclerc urðu Red Bull mennirnir Max Verstappen í fjórða sæti  og Pierre Gasly í því fimmta. 

Daniel Ricciardo á Renault hefur keppni af sjöunda rásstað í Silverstone á morgun, Lando Norris á McLaren þeim áttunda, Alexander Albon þeim níund og Nico Hülkenberg á Renault þeim tíunda.

Liðsfélagarnir Valtteri Bottas (t.v.) og Lewis Hamilton takast í hendur …
Liðsfélagarnir Valtteri Bottas (t.v.) og Lewis Hamilton takast í hendur eftir tímatökuna í Silverstone sem sá fyrrnefndi vann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert