Báðir bílar Ferrari biluðu

Lewis Hamilton á ferð í Hockenheim í dag.
Lewis Hamilton á ferð í Hockenheim í dag. AFP

Lewis Hamilton vann ráspól þýska kappakstursins í Hockenheim en tímatökunnar verður fyrst og fremst minnst fyrir það, að báðir bílar Ferrari biluðu. Hefur Sebastian Vettell keppni í 20. og síðasta sæti og Charles Leclerc tíundi.

Í þessari martraðar tímatöku Ferrari bilaði vélbúnaður Vettels sem fékk ekki sett tíma. Leclerc komst alla leið í lokalotuna og slóst um ráspólinn við Hamilton en gat ekkert ekið í þriðja hlutanum og leggur því af stað níundi á morgun.

Max Verstappen á Red Bull komst upp á milli ökumanna Mercedes, varð annar en Vallteri Bottas náði þriðja sætinu á síðustu sekúndum tímatökunnar. Ruddi hann Pierre Gasly  hjá Red Bull niður á fjórða rásstað.

Í sætum fimm til níu urðu - í þessari röð - Kimi Räikkönen á Alfa-Romeo, Romain Grosjean á Haas, Carlos Sainz á McLaren, Sergio Perez á Racing Point og Nico Hülkenberg á Renault.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert