Alfa Romeo svipt stigum sem fara til Williams

Robert Kubica á Williamsbílnum.
Robert Kubica á Williamsbílnum. AFP

Alfa Romeo hafði fagnað sínum besta árangri í keppni í formúlu-1 í gær er liðið var svipt stigum sem þeir Kimi Räikkönen og Antonio Giovinazzi unnu með sjöunda og áttunda sæti í þýska kappakstrinum í Hockenheim.

Eftirlitsdómarar kappakstursins segja að við skoðun hafi komið í ljós að átaksvægi kúplingar bílanna í ræsingu hafi verið öðru vísi en 27.1 grein keppnisreglnanna kvæði á um.

Þeim Räikkönen og Giovinazzi var hvorum gerð tímarefsing sem svarað 10 sekúndna stoppvíti en það jafngildir um 30 sekúndna viðbót við keppnistíma þeirra. Við það féllu þeir niður fyrir hóp 10 fremstu. Upp listann færðust við þetta Haas-mennirnir Romain Grosjean og Kevin Magnussen færðust upp í sætin tvö og Lewis Hamilton færist úr ellefta sæti í það níunda.

Víti Alfa Romeo þýða loks það, að Williamsliðið skorar sín fyrstu keppnisstig á árinu þar sem Robert Kubica færist upp um tvö sæti í það tíunda

Robert Kubica.
Robert Kubica. AFP
mbl.is