Komst best frá ringulreiðinni

Max Verstappen fagnar sigrinum í Hockenheim.
Max Verstappen fagnar sigrinum í Hockenheim. AFP

Kappaksturinn sem var að klárast í Hockenheim líkist engum hin síðari ár. Rigning ruglaði allt og alla í ríminu og var lengstum algjör grís hver yrði fyrstur yfir endamarkslínuna. Öll lið og allir ökumenn gerðu mistök í kippum vegna aðstæðna, en Max Verstappen hjá Red Bull sennilega fæst því hann stóð að lokum uppi sem sigurvegari.

Verstappen slapp ekki við mistök varðandi tímasetningu dekkjaskipta fremur en aðrir og stefndi eitt augnablik í að falla úr leik en bjargaði sér. Á hann sigurinn að hluta að þakka öryggisbíl sem kom margsinnis út í brautina. Þegar tveir hringir voru eftir var útlit fyrir að Daniil Kvyat á Toro Rosso og Lance Stroll á Racing Point myndu klifra upp á verðlaunapallinn með Verstappen. Einungis Kvyat komst þangað að lokum og er það fyrsta pallsæti Toro Rosso í ellefu ár.

Í öðru sæti varð Sebastian Vettel á Ferrari sem hóf keppni í 20. og síðasta sæti. Síðasta útkoma öryggisbílsins kom honum einnig vel en með lýtalausum akstri síðustu 10 hringina eða svo kleif hann úr sjöunda sæti í annað. Er það fyrsta pallsæti Vettels frá í Montreal 9. júní en síðan eru liðin fjögur mót. Liðsfélagi hans Charles Leclerc var kominn upp í annað sætið og stefndi í rimmu um fyrsta sætið við Lewis Hamilton á Mercedes er Ferrarifákurinn á þurrdekkjum rann inn á rennblautt öryggissvæði og hafnaði á öryggisvegg.

Margir ökumenn enduðu aksturinn á sama öryggisvegg en liðsfélagarnir hjá Mercedes, Hamilton og Valtteri Bottas völdu annan vegg. Bottas komst ekki lengra og féll úr leik en Hamilton flaut áfram og aftur inn á brautina. Fyrr í kappakstrinum hafði hann misst bíl sinn útfyrir braut og brotið framvænginn er hann strauk vegginn. Í þessum heima- og afmæliskappakstri Mercedes varð uppskera liðsins núll því Hamilton kláraði í aðeins ellefta sæti. 

Max Verstappen var með hýrri há og heillri - ólíkt mörgum keppinautnum - er keppni lauk. Er þetta sjöundi sigurinn á ferlinum og annar í ár, þann fyrri vann hann í austurríska kappakstrinum í Spielberg fyrir fjórum vikum.

Max Verstappen fagnar sigrinum í Hockenheim.
Max Verstappen fagnar sigrinum í Hockenheim. AFP
Sebastian Vettel hlaut mikið klapp er hann ók úr tuttugasta …
Sebastian Vettel hlaut mikið klapp er hann ók úr tuttugasta sæti í annað sætið. AFP
Max Verstappen fagnar sigrinum í Hockenheim.
Max Verstappen fagnar sigrinum í Hockenheim. AFP
Lewis Hamilton skreiðist inn á brautina eftir að hafa skollið …
Lewis Hamilton skreiðist inn á brautina eftir að hafa skollið á öryggisvegg en í baksýn er bíll Charles Leclerc sem sat fastur á sama bletti. AFP
Lewis Hamilton náði að halda ferð og komast út úr …
Lewis Hamilton náði að halda ferð og komast út úr malargryfjunni með brotið nef. AFP
Nico Hülkenberg á Renault var í öðru sæti seint í …
Nico Hülkenberg á Renault var í öðru sæti seint í kappakstrinum er hann skautaði út af brautinni og sat fastur við öryggisvegg. AFP
Charles Leclerc klifrar upp úr Ferrarifáknum eftir skell á öryggisvegg.
Charles Leclerc klifrar upp úr Ferrarifáknum eftir skell á öryggisvegg. AFP
Öryggisbíllinn var tíður gestur í brautinni í Hockenheim.
Öryggisbíllinn var tíður gestur í brautinni í Hockenheim. AFP
Björgunvarliðar í Hockenheim höfðu nóg að gera við að fjarlægja …
Björgunvarliðar í Hockenheim höfðu nóg að gera við að fjarlægja bíla úr brautinni. AFP
Bleyta var á brautunum í Hockenheim framan af tvær gerðir …
Bleyta var á brautunum í Hockenheim framan af tvær gerðir regndekkja mikið notaðar nær allan kappaksturinn út ígegn. AFP
mbl.is