Verstappen vann ráspólinn

Max Verstappen með verðlaun fyrir sigurinn í keppninni um ráspólinn …
Max Verstappen með verðlaun fyrir sigurinn í keppninni um ráspólinn í Búdapest. AFP

Max Verstappen á Red Bull vann í dag sinn fyrsta ráspól á ferlinum í formúlu-1 er hann varð hlutskarpastur í tímatöku ungverska kappakstursins í Hungaroring rétt í þessu.

Um leið varð Verstappen eitthundraðasti ökumaðurinn til að vinna ráspól í formúlu-1. Er kappaksturinn sá 93. á ferli hans.

Hollendingurinn ungi háði jafna rimmu við ökumenn Mercedes Benz og lauk henni með því að Valtteri Bottas varð annar en aðeins 18 þúsundustu úr sekúndu á eftir. Lewis Hamilton varð þriðji.

Charles Leclerc og Sebastian Vettel hjá Ferrari höfðu litið í slaginn um fremstu rásröðina að gera en þeir voru hálfri sekúndu lengur með hringinn en Verstappen.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Pierre Gasly á Red Bull, Lando Norris og Carlos Sainz á McLaren, Romain Grosjean á Haas og Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, en hann var 1,5 sekúndum lengur með hringinn en Verstappen.

Áhangendur Max Verstappen í Búdapest fagna sigri síns manns í …
Áhangendur Max Verstappen í Búdapest fagna sigri síns manns í tímatökunni í dag. AFP
Max Verstappen fagnar frysta ráspólnum á ferlinum í Búdapest í …
Max Verstappen fagnar frysta ráspólnum á ferlinum í Búdapest í dag. AFP
Max Verstappen veifar til áhorfenda eftir tímatökuna í Hungaroring við …
Max Verstappen veifar til áhorfenda eftir tímatökuna í Hungaroring við Búdapest. AFP
Í fysrta skipti í miðjunni eftir tímatöku. Max Verstappenn stendur …
Í fysrta skipti í miðjunni eftir tímatöku. Max Verstappenn stendur hér milli Valtteri Bottas (t.v.) og Lewis Hamilton (t.h.) eftir keppnina um ráspólinn í Hungaroring. AFP
Það var eins og engir væru í stúkunum í Búdapest …
Það var eins og engir væru í stúkunum í Búdapest en stuðningsmenn Max Verstappen er tímatakan fór fram. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert