Gasli settur af hjá Red Bull

Alexander Albon.
Alexander Albon. AFP

Red Bull tilkynnti í morgun að Alexander Albon myndi taka við starfi Pierre Gasly hjá  liðinu frá og með belgíska  kappakstrinum í lok mánaðarins.

Gasly hefur átt erfitt uppdráttar og staðið vel að baki Max Verstappen að hraða og getu. Sá síðarnefndi hefur unnið tvö mót í ár en besti árangur Gasly er fjórða sæti. Hann fékk stöðuhækkun og var fluttur frá Toro Rosso til Red Bull eftir síðustu keppnistíð, sem arftaki Daniel Ricciardo sem kaus að fara til Renault frekar en vera áfram í herbúðum Red Bull.

Albon er á jómfrúarári sínu í formúlunni. Hann hefur verið liðsfélagi  Daniil Kvyat, sem sneri aftur til keppni í ár eftir eins árs fjarveru úr íþróttinni. Besti árangur Albons er sjötta sæti í þýska kappakstrinum. Þar komst hins vegar Kvyat á verðlaunapall, hafnaði í þriðja sæti.

Albon keppi í formúlu-2 2017 og 2018 og varð seinna árið þriðji að stigum, á eftir George Russell og Lando Norris sem einnig eru nýliðar í formúlu-1 í dag.

Pierre Gasly.
Pierre Gasly. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert