Mótum fjölgar í 22 á næsta ári

Eins og svo algengt er hefst vertíðin 2020 í Melbourne …
Eins og svo algengt er hefst vertíðin 2020 í Melbourne 15. mars næstkomandi. AFP

Birt hafa verið drög að mótaskrá formúlu-1 fyrir næsta ár, 2020. Fjölgar mótunum um eitt og verða 22, eða fleiri en nokkru sinni áður.

Sem fyrr hefst tímabilið í Melbourne í Ástralíu þann 15. mars og lýkur í Abu Dhabi tæpum níu mánuðum seinna, eða 29. nóvember. Hefur vertíðinni lokið þar í landi frá og með 2014.

Tvö ný mót bætast við, í Hanoi í Víetnam 5. apríl og  í Zandvoort í Hollandi 3. maí. Formúlan hefur ekki farið til Víetnam áður en í Hollandi er þráðurinn tekin upp að nýju þar sem síðast var frá horfið, eftir 35 ára fjarveru.

Þýskaland fellur út af mótaskránni; mótið í Bakú í Azerbaijan verður mun seinna á ferðinni en áður og Mexíkó og Bandaríkin skiptast á sætum á listanum frá í ár.

Enn hefur ekki verið formlega gengið frá samningum varðandi framhald ítalska kappakstursins í Monza. Fara mótaskrárdrögin nú fyrir yfirstjórn akstursíþrótta hjá Alþjóða Akstursíþróttasambandinu, FIA, til samþykktar eða synjunar.

Líta drögin út sem hér segir:

Dags.Grand PrixStaður
15 mars Ástralía Melbourne
22 mars Barein Sakhir
5 apríl Víetnam Hanoi
19 apríl Kína Sjanghæ
3 maí Holland Zandvoort
10 maí Spánn Barcelona
24 maí Mónakó Mónakó
7 júní Azerbaijan Bakú
14 júní Kanada Montreal
28 júní Frakklandi Le Castellet
5 júlí Austurríki Spielberg
19 júlí Bretland Silverstone
2 ágúst Ungverjaland Búdapest
30 ágúst Belgía Spa
6 september Ítalía Monza
20 september Síngapúr Síngapúr
27 september Rússland Sotsjí
11 október Japan Suzuka
25 október Bandaríkin Austin
1 nóvember Mexíkó Mexíkóborg
15 nóvember Brasilía Sao Paulo
29 nóvember  Abu Dhabi Abu Dhabi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert