Sætaskipti á toppnum

Charles Leclerc þýtur upp Rauðavatnsbeygjuna í Spa-Francorchamps á seinni æfingu …
Charles Leclerc þýtur upp Rauðavatnsbeygjuna í Spa-Francorchamps á seinni æfingu dagsins. AFP

Ferraribílarnir óku hraðast á seinni æfingu dagsins í Spa í Belgíu. Höfðu ökumenn þeirra sætaskipti á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar.

Charles Leclerc var 0,6 sekúndum fljótari með hringinn langa, rúmlega sjö kílómetra, en liðsfélagi hans Sebastian Vettel.

Ökumenn Mercedes slógust um þriðja sætið og að lokum stóð Valtteri Bottas uppi sætinu framar en Lewis Hamilton.

Max Verstappen hjá Red Bull varð fimmti en kvartaði undan skorti á vélarafli æfinguna út í gegn. Sergio Perez hjá Racing Point átti sjötta besta hringinn en hann varð að nema staðar og flýja bíl sinn vegna elds í vélarhúsinu.

Kimi Räikkönen á Alfa Romeo varð sjöundi og virðist tognun á kviðarsvæðinu ekki hamla honum. Áttunda besta tímann setti Lance Stroll á Racing Point.

Daniel Ricciardo á Renault varð níundi og Alexander Albon á Red Bull tíundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert