Þriðji ráspóll Leclerc

Charles Leclerc ekur upp Rauðavatnsbeygjuna í Spa.
Charles Leclerc ekur upp Rauðavatnsbeygjuna í Spa. AFP

Ökumaðurinn ungi hjá Ferrari, Charles Leclerc, vann ráspól belgíska kappakstursins rétt í þessu. Annar varð liðsfélagi hans Sebastian Vettel og þriðji Lewis Hamilton hjá Mercedes.

Leclerc var ósnertanlegur alla tímatökuna út í gegn og var 0,7 sekúndum fljótari með hringinn en Vettel, sem náði góðum seinni hring í lokalotunni og tryggði sér með því annað sætið á rásmarki morgundagsins.Átti Hamilton ekkert svar við honum.

Í sætum fjögur til tíu urðu  - í þessari röð - Valtteri Bottas á Mercedes, Max Verstappen á Red Bull, Daniel Ricciardo og Nico Hülkenberg á Renault, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, Sergio Perez á Racing Point og Kevin Magnussen á Haas.

Tvisvar varð að gera hlé á tímatökunni vegna vélarbilana. Fyrst gaf Mercedesvél í Williamsbíl Roberts Kubica, og síðar vél í Alfa Romeo bíl Antonio Giovanazi.

Þeir Ricciardo og Hülkenberg færast aftur um fimm sæti á rásmarki morgundagsins vegna vélarmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert