Ferrari með öflugri vél í Monza

Charles Leclerc á Ferrari ekur fyrstur allra yfir endamarkið í …
Charles Leclerc á Ferrari ekur fyrstur allra yfir endamarkið í Spa-Francorchamps sl. sunnudag. AFP

Ferrari verður með nýja uppfærslu af vélum keppnisbíla sinna í ítalska kappakstrinum í Monza um helgina. Verður alls freistað til að liðið vinni heimakappakstur sinn í fyrsat sinn frá 2010.

Þetta er fyrsta notkun Ferrari á þriðju útgáfu keppnisvélar sinnar. Hún var prófuð í belgíska kappakstrinum um síðustu helgi af bæði Haas og Alfa-romeo.

Beinlínuhraði hefur verið helsti styrkleiki vélar Ferrarifáksins í ár og eðli Monzabrautarinnar með löngum beinum köflum og háum meðalhraða ætti því að bjóða upp á að vélin njóti sín þar. Í ljósi sigursins í Spa teljast Ferraribílarnir þeir sigurstranglegustu í Monza.

„Við sáum í Belgíu að til þess að vinna sigur verðum við að gera allt af fullkomnun. Takmarkið er akkúrat að endurtaka það í Monza,“ segir liðsstjórinn Mattio Binotti.

Charles Leclerc fagnar sigri sínum í Spa.
Charles Leclerc fagnar sigri sínum í Spa. AFP
Ferrariliðið fagnar jómfrúrsigri Charles Leclerc í formúlu-1 og fyrsta mótssigri …
Ferrariliðið fagnar jómfrúrsigri Charles Leclerc í formúlu-1 og fyrsta mótssigri liðsins í eitt ár. AFP
Ferrariliðið fagnar jómfrúrsigri Charles Leclerc í formúlu-1 og fyrsta mótssigri …
Ferrariliðið fagnar jómfrúrsigri Charles Leclerc í formúlu-1 og fyrsta mótssigri liðsins í eitt ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert