Schumacher útskrifaður af sjúkrahúsi

Michael Schumacher
Michael Schumacher AFP

Michael Schumacher, einn besti kappakstursmaður allra tíma, hefur verið útskrifaður af Georges-Pompidou-sjúkrahúsinu í París eftir stofn­frumumeðferð hjá frönsk­um skurðlækni, Phil­ippe Men­asche.

Samkvæmt fréttum Le Parisien snerist aðgerðin um að sprauta stofnfrumum í Schumacher og vinna á bólgum í höfði hans. Starfslið spítalans sagði frá því að Þjóðverjinn hefði verið með meðvitund meðan á aðgerðinni stóð. 

Schumacher, sem er fimmtugur, slasaðist alvarlega á skíðum í Meribel í Frakklandi árið 2013. Hann lá á sjúkrahúsi í níu mánuði í kjölfarið, en hefur síðan verið í sérútbúinni gjörgæslu heima hjá sér í nágrenni Genf í Sviss. 

Lítið sem ekk­ert er vitað um ástand Schumachers en fjöl­skylda hans hef­ur ít­rekað sagt heilsu hans einka­mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert