Hamilton tók til sinna ráða

Lewis Hamilton í bílskúrareininni á seinni æfingu dagsins sem fram …
Lewis Hamilton í bílskúrareininni á seinni æfingu dagsins sem fram fór að kvöldi til í Singapúr. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Singapúr og skaut Max Verstappen á Red Bull og Sebastian Vettel á Ferrari aftur fyrir sig, en þeir óku hraðar á morgunæfingunni.

Hamilton var tæplega 0,2 sekúndum fljótari með hringinn en Verstappen og 0,8 sekúndum fljótari en Vettel.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Valtteri Bottas á Mercedes, Alexander Albon á Red Bull, Charles Leclerc á Ferrari, Carlos Sainz á McLaren, Nico Hülkenberg á Renault, Lando Norris á McLaren og Pierre Gasly á Toro Rosso, sem var 1,8 sekúndum lengur í förum en Hamilton.

mbl.is