Verstappen ók hraðast

Max Verstappen á ferð á æfingunni í Singapúr í morgun.
Max Verstappen á ferð á æfingunni í Singapúr í morgun. AFP

Max Verstappen á Red Bull ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Singapúr í morgun. Sebastian Vettel á Ferrari var 0,1 sekúndu lengur í förum á keppnishringnum og í þriðja og fjórða sæti urðu Lewis Hamilton og Valtteri Bottas á Mercedes.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Alexander Albon á Red Bull, Nico Hülkenberg á Renault, Carlos Sainz og Lando Norris á McLaren og Daniil Kvyat og Pierre Gasly á Toro Rosso. Munaði tveimur sekúndum á besta hring Gasly og Verstappen.

Bestu tímum sínum náðu Verstappen og Vettel á mjúkum dekkjum en þau harðari voru undir Mercedesbílunum báðum.

Max Verstappen íbygginn.
Max Verstappen íbygginn. AFP
mbl.is