Ricciardo dæmdur úr leik

Daniel Ricciardo í tímatökunni í Singapúr.
Daniel Ricciardo í tímatökunni í Singapúr. AFP

Daniel Ricciardo á Renault hefur verið dæmdur úr leik í tímatöku kappakstursins í Singapúr. Hann er þó ekki úr leik í keppninni, heldur færist úr áttunda sæti á rásmarki í það 20. og síðasta.

Ástæðan fyrir refsingunni er að í tímatökunni reyndist bíll Ricciardo ekki að fullu í samræmi við reglur því vélin var of aflmikil. Fékk hún of mikið afl frá íhlut í vélbúnaði er endurheimtir bremsuorku bílsins, svonefnds MGU-K.

Renault mótmælti því ekki að aflið hefði verið umfram hið leyfilega, en aflaukningin hafi verið óveruleg og í engu bætandi getu bílsins. Sömuleiðis segja fulltrúar Renault að aflflöktið hafi átt sér stað á næsthraðasta hring fyrstu umferðar tímatökunnar og því ekkert forskot veitt því á keppinautana. 

Daniel Ricciardo (t.v.) og Lewis Hamilton stinga saman nefjum á …
Daniel Ricciardo (t.v.) og Lewis Hamilton stinga saman nefjum á blaðamannafundi í Singapúr. AFP
Daniel Ricciardo ræðir við blaðamenn í Singapúr.
Daniel Ricciardo ræðir við blaðamenn í Singapúr. AFP
Daniel Ricciardo á Renaultinum í tímatökunni í Singapúr.
Daniel Ricciardo á Renaultinum í tímatökunni í Singapúr. AFP
Daniel Ricciardo á ferð í Singapúr um helgina.
Daniel Ricciardo á ferð í Singapúr um helgina. AFP
mbl.is