Leclerc fljótastur á fyrstu æfingu í Sotsjí

Íhugull Charles Leclerc í bílskúr Ferrari í Sotsjí.
Íhugull Charles Leclerc í bílskúr Ferrari í Sotsjí. AFP

Charles Leclerc á Ferrari var fljótastur á fyrstu æfingu rússnesku kappaksturshelgarinnar í Sotsjí. Max Verstappen á Red Bull setti næstbesta tíma, 82 þúsundustu úr sekúndu lakari en topptími Leclerc.

Sebastian Vettel á Ferrari náði þriðja besta tímanum og Mercedesmennirnir Valtteri Bottas og Lewis Hamilton fjórða og fimmta.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Alexander Albon á Red Bull, Nico Hülkenberg og Daniel Ricciardo á Renault, Sergio Perez á Racing Point og Romain Grosjean á Haas, sem var tveimur sekúndum lengur með hringinn en Leclerc.

Liðsfélagarnir Max Verstappen og Alex Albon taka út víti vegna vélarmála og færast aftur um fimm sæti á rásmarki sunnudagsins. Hið sama gildir um Pierre Gasly hjá Toro Rosso.

Charles Leclerc rétt á undan Lewis Hamilton á æfingunni í …
Charles Leclerc rétt á undan Lewis Hamilton á æfingunni í Sotsjí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert