Verstappen þremur brotum á undan

Max Verstappen leggur af stað í brautina í Sotsjí.
Max Verstappen leggur af stað í brautina í Sotsjí. AFP

Max Verstappen á Red Bull setti hraðasta hring seinni æfingar dagsins í Sotsjí en þar fer Rússlandskappaksturinn fram um helgina. Hafði hann sætaskipti við Charles Leclerc á Ferrari sem ók hraðast í morgun en var 0,3 sekúndum lengur í förum en Verstappen á seinni æfingunni.

Þriðja besta hringinn átti Valetteri Bottas á Mercedes, liðsfélagi hans Lewis Hamilton þann fjórða og fimmta besta tíma setti Sebastian Vettel á Ferrari. Munaði sekúndu á tíma hans og Verstappen, sem setti sinn tíma er hann æfði tímatökuhringi með agnarlítið af bensíni á tönkunum.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Pierre Gasly á Toro Rosso, Sergio Perez á Racing Point, Nico Hülkenberg á Renault, Lance Stroll á Racing Point og Lando Norris á McLaren.

mbl.is