Bottas efstur á blaði

Valtteri Bottas leggur upp í aksturslotu á fyrri æfingunni í …
Valtteri Bottas leggur upp í aksturslotu á fyrri æfingunni í Suzuka í morgun. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes ók manna hraðast á báðum æfingum föstudagsins í Suzuka í Japan. Vegna illrar veðurspár hefur tímatöku japanska kappakstursins verið frestað til sunndags.

Á fyrri æfingunni var Bottas 76 þúsundustu úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, og þriðja besta tímanum náði Sebastian Vettel á Ferrari sem var sekúndu á eftir.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Charles Leclerc á Ferrari, Max Verstappen og  Alexander Albon á Red Bull, Carlos Sainz á McLaren, Sergio Peres og Lance Stroll á Racing Point og Lando Norris á McLaren.

Á seinni æfingunni var Bottas 0,1 sekúndu á undan Hamilton og 0,3 á undan Verstappen, en í sætumfjögur til tíu - í þessari röð - urðu svo Leclerc, Vettel, Albon, Sainz, Peres, Pierre Gasly á Toro Rosso og Norris.

mbl.is