Tímatöku frestað í Suzuka

Starfsemnn Suzukabrautarinnar taka ræsibúnað við endamarkið niður svo hann skemmist …
Starfsemnn Suzukabrautarinnar taka ræsibúnað við endamarkið niður svo hann skemmist ekki er fellibylurinn Hagibis gengur yfir á morgun, laugardag. AFP

Tímatöku japanska kappakstursins í Suzuka hefur verið frestað til sunnudags og lokaæfingin fyrir hana verið felld niður.

Samkvæmt venju hefði æfingin og svo tímatakan að fara fram á morgun, laugardag. Vegna ógnarinnar af fellibylnum Hagibis hefur verið ákveðið að harðlæsa bílskúrunum við Suzukabrautina allan morgundaginn.

Þráðurinn verður tekinn upp að nýju á sunnudag en þá er gert ráð fyrir að illviðrið verði meira og minna um garð gengið.

Æfingunni verður reyndar alveg sleppt og tímakan fer fram frá klukkan 10 til 11 að staðartíma í Suzuka. Kappaksturinn fer svo fram á réttum tíma, eða klukkan 14:10 að staðartíma.

Lewis Hamilton stígur upp úr bílnum eftir fyrri æfinguna í …
Lewis Hamilton stígur upp úr bílnum eftir fyrri æfinguna í Suzuka en á báðum æfingunum beið hann lægri hlut gagnvart liðsfélaga sínum Valtteri Bottas. AFP
Sebastian Vettel ræðir við tæknimann hjá Ferrari eftir fyrri æfinguna …
Sebastian Vettel ræðir við tæknimann hjá Ferrari eftir fyrri æfinguna í Suzuka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert