Leclerc refsað tvöfalt

Max Verstappen (fjær) og Charles Leclerc skella saman í fyrstu …
Max Verstappen (fjær) og Charles Leclerc skella saman í fyrstu beygjunni eftir ræsinguna í Suzuka. AFP

Charles Lecerc hefur verið beittur tvöfaldri refsingu í japanska kappakstrinum að honum loknum. Færðist hann við það úr sjötta sæti í það sjöunda og lyfti það Daniel Ricciardo á Renault upp í sjötta sætið.

Leclerc hlaut 10 sekúndna refsivíti fyrir að aka óöruggum bíl eftir samstuð þeirra Max Verstappen í fyrstu beygju en við það brotnaði hluti af framvæng Ferrarifáksins.

Þá hlaut hann 5 sekúndna víti fyrir sjálfan áreksturinn. Með öðrum orðum var 15 sekúndum bætt við lokatíma hans og við það féll hann um eitt sæti í endanlegum úrslitum kappakstursins.

Charles Leclerc með verðlaun fyrir að vinna ráspólinn í Suzuka, …
Charles Leclerc með verðlaun fyrir að vinna ráspólinn í Suzuka, en þar varð Sebastian Vettel (t.h.) annar. AFP
mbl.is