Stutt á milli Hamiltons og Leclerc

Lewis Hamilton í Mexíkóborg í dag.
Lewis Hamilton í Mexíkóborg í dag. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á fyrstu æfingu kappaksturshelgarinnar í Mexíkóborg. Rétt á eftir kom Charles Leclerc á Ferrari en á tímum þeirra munaði 119 þúsundustu úr sekúndu.

Á þeim munaði og því að Hamilton var með mýkstu dekkin undir er hann setti tíma sinn en Leclerc þau meðalhörðu. 

Ökumen Red Bull urðu í þriðja og fjórða sæti, Max Verstappen á undan Alexander Albon, og fimmta besta tímann átti Valtteri Bottas á Mercedes. Sebastian Vettel á Ferrari varð svo sjötti, tæpri sekúndu á eftir Hamilton.

Í sætum sjö til tíu urðu Carlos Sainz á McLaren, Pierre Gasly og Daniil Kvyat á Toro Rosso og Antonio Giovinazzi, en hann var rúmlega 1,6 sekúndu lengur með hringinn en Hamilton.

mbl.is