Vettel ögn á undan

Sebastian Vettel einbeittur á svip í bíl sínum milli aksturslota …
Sebastian Vettel einbeittur á svip í bíl sínum milli aksturslota á æfingum dagsins í Mexíkóborg. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari varð ekki haggað úr efsta sæti lista yfir hröðustu hringi seinni æfingarinnar í Mexíkóborg í dag.

Bæði Max Verstappen á Red Bull og Charles Leclerc á Ferrari sóttu mjög að Vettel en á endanum var hann 115 þúsundustu úr sekúndu á undan Max og tælega hálfri sekúndu á undan liðsfélaga sínum.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Daniil Kvyat og Pierre Gasty á Red Bull, Carlos Sainz á Mclaren, Nico Hülkenberg á Red Bull og Lando Norres á McLaren.

mbl.is