Mjótt á milli Ferrarifákanna

Brautin var rök í upphafi þriðju æfingarinnar í Mexíkó og …
Brautin var rök í upphafi þriðju æfingarinnar í Mexíkó og Leclerc því með millidekk undir. AFP

Aðeins munaði 27 þúsundust á Ferrarifákunum í lok þriðju og síðustu æfingarinnar í Mexíkó, en toppsætið tók Charles Leclerc og Sebastian Vettel varð annar.

Í þriðja og fjórða sæti voru Mercedesfélagarnir Valtteri Bottas og Lewis Hamilton, sá fyrrnefndi aðeins 114 þúsundust á eftir  Vettel.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Carlos Sainz á McLaren, Max Verstappen á Red Bull, Pierre Gasly á Toro Rosso, Alexander Albon á Red Bull, Lando Norris á McLaren og Sergio Perez á Racing Point.

mbl.is