Óvæntur sigur Hamiltons

Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mexíkó.
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mexíkó. AFP

Lewis  Hamilton var í þessu að vinna Mexíkókappaksturinn, þökk sé mikilli og óvenjulegri áhættu Mercedesliðsins varðandi dekkjaval. Stoppaði hann snemma, eftir 22 hringi af 71, og tókst að láta nýju dekkin duga í 49 hringi og til sigurs.

Ökumenn Ferrari hófu keppni af fremstu rásröð en mistök í dekkjaskiptum kostaði bæði Sebastian Vettel og Charles Leclerc möguleika á sigri. Vettel varð á endanum annar og Leclerc fjórði en á milli þeirra lauk Valtteri Bottas keppni í þriðja sæti.

Hamilton hafði ekki traust á herfræðinni og kvartaði ítrekað um miðbik kappakstursins undan ákvörðun liðsstjóranna. Má segja að heppnin hafi verið með honum margfalt í dag því á afyrsta hring skullu þeir Max Verstappen hjá Red Bull saman og urðu að hrekjast út fyrir braut á grassvæði og töpuðu við það nokkrum sætum.

Allt gekk áfram á afturfótum hjá Verstappen sem ók í veg fyrir Bottas í tilraun til framúraksturs með þeim afleiðingum að hægra aftur sprakk og tættist af felgunni á leið inn að bílskúr til úrbóta.

Alexander Albon á Red Bull varð fimmti í mark, Verstappen sjötti, heimamaðurinn Sergio Perez sjöundi, Daniel Ricciardo á Renault áttundi, Pierre Gasly á Toro Rosso níundi og Nico Hülkenberg á Renault tíundi.

Martröð hjá McLaren

McLarenbílarnir sýndu mikinn styrkleika í tímatökunni en liðið fór snautt heim frá Mexíkó með engin stig í farteskinu.

Lando Norris hætti keppni eftir 50 hringi en misheppnað dekkjastopp gerði út um allar vonir og möguleika á stigum. Var eitt hjólanna ekki nógu fast og varð Norris að stöða bílinn og láta ýta honum til baka að bílskúrnum. Carlos Sainz hóf keppni framarlega en seig smátt og smátt aftur úr öðrum bílum í kappakstrinum.

Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mexíkóborg.
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mexíkóborg. AFP
mbl.is