Leclerc vill þriðja sætið

Svalt var í Austin í Texas í dag er Charles …
Svalt var í Austin í Texas í dag er Charles Leclerc skoðaði brautina með liðsmönnum sínum. AFP

Charles Leclerc hjá Ferrari kveðst stefna að því að ná þriðja sætinu í keppni ökumanna í formúlu-1 um heimsmeistaratitilinn. 

„Titillinn er ekki í boði en þriðja sætið yrði geggjað þegar haft er í huga að ég varð í þrettánda sæti í keppni ökumanna í fyrra. Það hvarflaði aldrei að mér þá að ég yrði í keppni um þriðja sætið ári seinna. Nú er það hins vegar metnaður minn að ná þriðja sætinu og myndi gleðjast mjög landi ég því.“

Í samanburði við helstu keppinauta sína hjá Mercedes og liðsfélaga sinn Sebastian Vettel segist Leclerc telja bæði ökustíl sinn og dekkjanotkun geta batnað talsvert.

Svalt var í Austin í Texas í dag er Charles …
Svalt var í Austin í Texas í dag er Charles Leclerc skoðaði brautina með aðstoðarmönnum sínum hjá Ferrari. AFP
mbl.is