Hamilton fyrstur

Lewis Hamilton á ferð í Austin í dag.
Lewis Hamilton á ferð í Austin í dag. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes bætti fyrir fyrri æfingu dagsins í Austin í Texas og ók manna hraðast á þeirri seinni, nú í kvöld. Næstir urðu Charles Leclerc á Ferrari og Max Verstappen á RedBull.

Aðeins munaði 14 þúsundustu úr sekúndu á Leclerc og Verstappen. Leclerc var ítrekaður beðinn að ganga úr skugga um að hann hefði skipt vel um gírana áður en hann ók yfir þverkryppu í brautinni í tíundu beygju. Annars væri hætta á að hann skemmdi gírkassa sinn.

Í sætum fjögur til tíu - Í þessari röð - urðu Sebastian Vettel á Ferrari, Valtteri Bottas á Mercedes, Alex Albon Red Bull, Pierre Gaslyá Toro Rosso, Carlos Sains á McLaren, Lance Stroll á Racing Point og Giovinazzi á Alfa Romeo.

Tímataka bandaríska  kappakstursins fer fram á morgun og keppnin sjálf á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert