Bottas hreppti ráspólinn í Texas

Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Austin í Texas.
Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Austin í Texas. AFP

Finnski ökumaðurinn Valtteri Bottas hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól bandaríska kappakstursins í Austin í Texas. Annar varð Sebastian Vettel á Ferrari og þriðji Max Verstappen á Red Bull.

Lewis Hamilton - sem getur orðið heimsmeistari með því að klára keppni í einu af átta efstu sætunum - varð aðeins fimmti. Charles Leclerc á Ferrari ræsir einu sæti framar, í því fjórða.

Ráspóllinn er sá elleftir sem Bottas vinnur á ferlinum, sá fyrsti í Bandaríkjunum og nýtt brautarmet; bætti met Hamiltons frá í fyrra um 0,2 sekúndur. Vettel var einnig undir gamla metinu því hann varð aðeins 12 þúsundustu úr sekúndu á eftir Bottas.

Alexander Albon á Red Bull lét til sína taka framan af tímatökunni en hafnaði í sjötta sæti í lokalotunni. Ökumenn McLaren hefja keppni af sjöunda og áttunda rásstað, Carlos Sainz sæti framar en Lando Norris. Daniel Ricciardo á Renault ekur af níunda rásstað og Pierre Gasly hjá Toro Rosso af þeim tíunda.

Valtteri Bottas í Austin.
Valtteri Bottas í Austin. AFP
Valtteri Bottas á ferð á Mercedesbílnum í tímatökunni í Austin …
Valtteri Bottas á ferð á Mercedesbílnum í tímatökunni í Austin í Texas. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert