Verstappen hafði betur

Max Verstappen í Austin.
Max Verstappen í Austin. AFP

Max Verstappen á Red Bull og Sebastian  Vettel á Ferrari skiptust ótt og títt á að verma efsta sæti lista yfir hröðustu hringi lokaæfingarinnar fyrir tímatökuna í Austin í Texas. Á endanum hafði Verstappen betur.

Vettel var 0,2 sekúndum lengur með sinn  besta hring en Verstappen. Þriðja besta tímann átti svo Lando Norris hjáMcLaren.

Í sætum fjögur til tíu urðu - sem hér segir - Valtteri Bottas og Lewis Hamilton hjá Mercedees, Alex Albon á Red Bull, Carlos Sainz á McLaren, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, Pierre Gasly á Toro Rosso og Daniel Ricciardo á Renault.

Vart var æfingin hafin er hún snerist upp í martröð fyrir Charles Leclerc á Ferrari. Vélkerfisbilun varð til þess að hann varð að stoppa og leggja bílnum út í kant. Reykur steig upp af vélarhúsinu og bíður vandasöm viðgerð tæknimanna Ferrari á met tíma ef gera á bílinn kláran í tímatökuna.

Max Verstappen á ferð á Red Bull bílnum í Austin …
Max Verstappen á ferð á Red Bull bílnum í Austin í Texas. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert