Hamilton nefinu á undan

Lewis Hamilton í Interlagos b4rautinni í Sao Paulo.
Lewis Hamilton í Interlagos b4rautinni í Sao Paulo. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Sao Paulo en var þó aðeins 26 þúsundustu úr sekúndu á undan Max Verstappen á Red Bull.

Besti hringur Hamiltons mældist 1:08,320 mínútur eða um sekúndu betri en besti hringur Sebastian Vettels á Ferrari í gær, föstudag.  Hann átti fjórða besta hring æfingarinnar í dag, varð  53 þúsundustu ú sekúndu á eftir liðsfélaga sínum Charles Leclerc sem náði þrija besta tímanum. 

Í sætum fimm til tíu á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar urðu - í þessari röð - Alexander  Albon á Red Bull, Valtteri Bottas á Mercedes, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo, Lando Norris  og Carlos Sainz á McLaren, en á þeim tveimur munaði aðeins þremur þúsundustu úr sekúndu. Voru þeir rúmlega 1,2  sekúndur lengur með hringinn en Hamilton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert