Verstappen fljótastur

Max Verstappen á ferð í Abu Dhabi.
Max Verstappen á ferð í Abu Dhabi. AFP

Max Verstappen hjá Red Bull lauk síðustu laugardagsæfingu keppnistímabilsins með besta brautartíma. Lewis Hamilton á Mercedes var innan við tíunda úr sekúndu á eftir og þriðja besta hringinn átti liðsfélagi hans Valtteri Bottas.

Hamilton var 74 þúsundustu úr sekúndu lengur með hringinn en Verstappen og Bottas 89 þúsundustu. Sá síðastnefndi verður ekki í slag um ráspólinn í Abu Dhabi síðar í dag þar sem skipta hefur þurft um vél í bíl hans um helgina.

Alexander Albon á Red Bull átti fjórða besta hringinn og fimmta og sjötta besta hring áttu Ferrarimennirnir Sebastian Vettel og Charles Leclerc.

Sjöunda besta tímann setti Sergio Perez á Racing Point, áttunda besta Daniel Ricciardo á Renault, níunda besta Carlos Sainz og tíunda besta Pierre Gasly á Toro Rosso. 

mbl.is