Haas birtir bílamyndir

Haas-bíllinn á 2020 keppnistíðinni.
Haas-bíllinn á 2020 keppnistíðinni.

Haas hefur fyrst keppnisliða í formúlu-1 birt mynd af keppnisbíl sínum fyrir 2020-vertíðina.

Útlit bílsins og útfærsla lita hefur verið hannað upp á nýtt. Grár litur, svartur og rauður eru brúkaðir á annan hátt en litir undanfarinna ára en þá var bíllinn í svörtum lit og gylltum.

Er nýi bíllinn mun líkari þeim er brúkaðir voru á bílana á fyrsta ári Haas í formúlunni, 2016.

Ökumenn verða hinir sömu og undanfarin þrjú ár, Frakkinn Romain Grosjean og Daninn Kevin Magnussen.

Haas gekk illa í keppni í fyrra, hafnaði í níunda og næstsíðasta sæti í keppni liðanna. Vafðist bílþróunin fyrir liðinu vertíðina út í gegn.

Haasa-bíllinn á 2020 keppnistíðinni.
Haasa-bíllinn á 2020 keppnistíðinni.
Haasa-bíllinn á 2020 keppnistíðinni.
Haasa-bíllinn á 2020 keppnistíðinni.
Haas-bíllinn á 2020 keppnistíðinni.
Haas-bíllinn á 2020 keppnistíðinni.
mbl.is