Ferrari frumsýnir fyrst

Slegist um formúlubíl Ferrari frá 2002 á uppboði
Slegist um formúlubíl Ferrari frá 2002 á uppboði AFP

Ferrariliðið verður fyrst formúluliða til að sýna nýjan keppnisbíl í ár, en það mun eiga sér stað á morgun, þriðjudag, á Ítalíu.

Ferrari varð fyrst formúlu-1 liðanna til að tilkynna um frumsýningardag en Red Bull síðast.

Daginn eftir, miðvikudag, verða Renault og Red Bull á ferðinni en fyrrnefnda liðið afhjúpar sinn bíl í París. Red Bull hefur ekki sagt hvar þeirra hulusvipting fer fram.

Fimmtudaginn 13. febrúar verður McLaren á ferð og sýnir í bækistöðvum sínum í Woking í Surrey.

Tvö lið frumsýna föstudaginn 14. febrúar, Alpha Tauri í Salzburg í Austurríki og Mercedes í Silverstone í Englandi.

Mánudaginn 17. febrúar birtast svo bílar Racing Point, í Mondsee í Austurríki, og Williams en hann verður afhjúpaður í útsendingu á netinu.

Loks frumsýna Haas og Alfa Romeo miðvikudaginn 19. febrúar, bæði í bílskúrareininni í Barcelona á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert