Gátu ekki sannað glæp á Ferrari

Charles Leclerc við bílprófanir í Barcelona 28. febrúar sl.
Charles Leclerc við bílprófanir í Barcelona 28. febrúar sl. AFP

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) grunaði Ferrari  um að brúka ólögmæta vél í bílum sínum á keppnistíðinni í fyrra. Sambandið hefur nú hætt málarekstri á hendur Ferrari þar sem því tókst ekki að sanna glæp á liðið.

Frá þessari niðurstöðu skýrði FIA í gær og jafnframt því að hafa gert umdeilt samkomulag við Ferrari um að leynd hvíli yfir sáttinni í málinu, sem gerð var  í þeim tilgangi að afstýra löngum málaferlum fyrir dómsstólum.

Forsvarsmenn formúluliða sem ekki brúka vélar frá Ferrari hafa mótmælt leyndarhyggjunni kröftuglega. Fyrstu viðbrögð þeirra voru að hóta sjálf lögsókn.

Ferrari gagnrýndi FIA á sínum tíma fyrir grunsemdir sínar og fullyrðir að vélarnar hafi ætíð verið uppsettar og keyrðar innan ramma tækniregla formúlunnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert