Liðsmenn Haas í einangrun

Nokkrir liðsmenn Haas við bílskúra liðsins í Albertsgarði í Melbourne …
Nokkrir liðsmenn Haas við bílskúra liðsins í Albertsgarði í Melbourne í morgun. AFP

Tveir liðsmenn Haas í formúlu-1 eru komnir í einangrun að eigin frumkvæði í Melbourne en þar fer Ástralíukappaksturinn fram á sunnudag.

Munu þeir dveljast lokaðir af frá umheiminum þar til rannsókn leiðir í ljós hvort þeir eru smitaðir af kórónuveirunni eða ekki, að sögn talsmanns Haas-liðsins.

„Þeir sýndu viss einkenni þess að hafa tekið sóttina, komu sér í rannsókn og einangruðu sig síðan, eins og vera ber, þar til niðurstaðan liggur fyrir,“ sagði hann.

Á vef tímaritsins Autosport segir auk þessa, að einn liðsmaður McLaren sé í sjálfseinangrun.

Liðsmenn Haas að störfum við bílskúra liðsins í Albertsgarði í …
Liðsmenn Haas að störfum við bílskúra liðsins í Albertsgarði í Melbourne í dag. AFP
Tæknimenn McLaren að störfum í bílskúr liðsins í Albertsgarði í …
Tæknimenn McLaren að störfum í bílskúr liðsins í Albertsgarði í Melbourne í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert