Veiran knésetur McLaren

Ekkert verður af þátttöku Carlos Sainz í Melbourne þar sem …
Ekkert verður af þátttöku Carlos Sainz í Melbourne þar sem lið hans, McLaren, hefur hætt við keppni vegna kórónuveirunnar. AFP

McLarenliðið hefur dregið sig úr Ástralíukappakstrinum í Melbourne eftir að liðsmaður reyndist sýktur af kórónuveirunni.

Maðurinn fór í sjálfseinangrun eftir að honum var tekið sýni til að kanna hvort um sýkingu af völdum veirunnar væri að ræða. Hafði hann áður sýnt einkenni veikinda.

Í varúðarskyni ákváðu liðsstjórarnir Zak Brown og  Andreas Seidl að keppa ekki í Melbourne. Æfingar fyrir keppaksturinn á sunnudag hefjast á morgun, föstudag, en í ljósi ákvörðunar McLaren þykja ríkja alvarlegar efasemdir um að mótið fari fram.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton sagðist í morgun undrandi á þvíi að keppninni skuli ekki hafa verið aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

mbl.is