Fleiri formúlumótum frestað

Liðsmenn Ferrari mæta í Albertsgarð til að pakka bílum og …
Liðsmenn Ferrari mæta í Albertsgarð til að pakka bílum og fylgihlutum sínum til flutnings eftir að kappakstrinum í Melbourne var aflýst. AFP

Forsvarsmenn formúlu-1 ákváðu í dag að fresta tveimur mótum til viðbótar við Ástralíukappaksturinn sem frestað var í gær.

Nú  hafa mótin sem ráðgerð voru í Barein 22. mars næstkomandi og Hanoi í Víetnam 5. apríl fengið sömu örlög. Er frestun þeirra ótímabundin.

Engar nýjar tímasetningar fyrir þessi mót hafa verið nefndar en fylgst  verður með útbreiðslu kórónuveirunnar, áhrifum og afleiðingum sem ráða munu um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert