Ferrari lokar bílsmiðju liðsins

Hafurstask Ferrari í Melbourne í Ástralíu.
Hafurstask Ferrari í Melbourne í Ástralíu. AFP

Ferrari hefur hætt allri starfsemi í bílsmiðju formúluliðsins og sportbílasmiðju fyrirtækisins vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Nær öll athafnasemi liggur niðri á Ítalíu en þar í landi hafa rúmlega 20.000 manns smitast af veirunni. Gripið hefur verið þar í landi til víðtækra lokana í þeirri von að það megi halda aftur af veirunni.

Fyrstu þremur mótum formúlutíðarinnar hefur verið frestað og við þykir blasa að enn meiri röskun verði á mótaskránni næstu mánuðina. Vænta forsvarsmenn formúlu-1 þess að keppni fari í gang á ný undir lok maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert