Fleiri formúlumótum frestað

Keppni hefur verið frestað ótímabundið í Zandvoort.
Keppni hefur verið frestað ótímabundið í Zandvoort. AFP

Enn hefur Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) orðið að gera breytingar á mótaskrá ársins í formúlu-1 vegna smithættunnar af völdum kórónuveirunnar.

Tilkynnti FIA í dag um frestun mótanna í Zandvoort í Hollandi, Barcelona og Mónakó, sem voru fyrstu þrjú evrópsku mótin á dagskrá formúlunnar. Áttu þau að fara fram 3., 10. og 24 maí.

Þetta segist sambandið gera til að vernda heilsu starfsmanna keppnisliðanna, gesti og stuðningsmenn íþróttarinnar. Kveðst sambandið vonast til að keppnishaldið komist í gang í byrjun júní.

Brautin í Zandvoort hefur verið tekin rækilega í gegn og …
Brautin í Zandvoort hefur verið tekin rækilega í gegn og uppfærð að kröfum formúlu-1, AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert