Hugleiddu í alvöru að smita ökumennina

Helmut Marko með ökumanninum Max Verstappen.
Helmut Marko með ökumanninum Max Verstappen.

Helmut Marko, einn æðsti stjórnandi Red Bull, segir að formúlulið fyrirtækisins hafi íhugað að smita ökumenn sína með kórónuveirunni til að gera þá ónæma gagnvart Covid-19 veikinni.

Öll starfsemi formúluliðanna hafa legið meira og minna niðri og þegar hefur rúmum tug kappakstursmóta verið aflýst.

Marko sagði að rætt hefði verið um að setja upp „kórónubúðir“ þar sem ökumennirnir myndu takast á við veirusmit. Af þessu varð þó aldrei og hefur liðsstjórinn Christian Horner reynt að draga úr þessu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert