Átta mót í Evrópu

Lewis Hamilton ekur yfir endamarkið sem sigurvegari í Monza íi …
Lewis Hamilton ekur yfir endamarkið sem sigurvegari í Monza íi fyrra. Allt stefnir í að keppni í formúlu-1 í ár ljúki þar í byrjun september. AFP

Fyrsti formúlu-1 kappaksturinn í ár fer fram í Austurríki 5. júlí næstkomandi og viku seinna, eða 12. júlí,  fer annað mót ársins einnig fram þar.

Birt hafa verið drög að nokkurs konar mótaskrá ársins en á þeim er að finna átta mót. Vonir standa þó til að mótin eigi eftir að verða fleiri. Öll fara mótin á dagskránni fram í Evrópu.

Í framhaldi af mótunum í Spielberg í Austurríki verður keppt í Búdapest í Ungverjalandi 19. júlí, í Silverstone í Bretlandi 2. og 9. ágúst, Barcelona á Spáni 16. ágúst, Belgíu 30. ágúst og Monza á Ítalíu 6. september. 

Óskert sjónvarpsútsending fer fram frá mótunum en engir áhorfendur fá að fara í stúkur brautanna vegna baráttunnar gegn kórónuveirunni.

mbl.is