Formúla-1 snýr aftur í vikulokin

Formúla-1 er að komast í gang.
Formúla-1 er að komast í gang.

Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til, því formúla-1 hefst í vikunni. Hérlendis verður eingöngu sýnd frá mótunum á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn í Spielberg  2.–5 júlí.

Keppni átti að hefjast samkvæmt venju í byrjun mars en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það. Allar götur síðan hafa íslenskir aðdáendur íþróttarinnar orðið að þreyja þorann bíða  eftir því að það yrði talið óhætt að hefja keppni.

„Nú er loksins komið að því og mótorsportsunnendur um allan heim fagna: formúlu-1 tímabilið hefst í Austurríki um næstu helgi, dagana 3. til 5. júlí. Fyrsta helgin í júlí verður þannig opnun á sannkölluðu mótorsportsumri í algjörum sérflokki. Formúla-1 stefnir á að halda um 15 til 18 kappakstra á árinu,“ segir í tilkynningu.

„Mótorsportið hefur aldrei lent í öðru eins. Yfir þriggja mánaða stopp er nú loksins yfirstaðið, og ég veit, að allir í mótorsportheiminum hlakka eins og smákrakkar til þess að formúla-1 fari af stað í Evrópu. Eðlilegt ástand snýr aftur og ég hlakka ótrúlega til“, segir nífaldur Le Mans-sigurvegari og sérfræðingur í formúlu-1, Tom Kristensen, af þessu tilefni.

Eins og staðan er núna eru átta keppnir komnar á dagskrá ársins, en þær sem eftir eru verða settar á dagskrá eftir því sem hægt er að teknu tilliti til allra öryggiskrafna í tengslum við Covid-19 faraldurinn.

Af öryggisástæðum fara fyrstu mótin fram fyrir luktum dyrum og  því enginn í stúkum kappakstursbrautanna. Vonir standa til að hægt verði að opna fyrir áhorfendur síðar á tímabilinu.

„Formúla-1 er krúnudjásn mótorsportsins, og það er frábært að tímabilið sé loksins að fara í gang. Við hlökkum til að geta boðið íslenskum unnendum sportsins topklassa umfjöllun á Viaplay með þéttari byrjun á formúlu-1 tímabili en nokkru sinni fyrr með sex keppnum á aðeins sjö vikum“, segir Kim Mikkelsen, NENT Group yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay.

Sýnt verður frá öllum formúlu-1 keppnunum á Viaplay með íslenskum lýsendum.

Dagskrá mótanna hljóðar svo eins og hún liggur fyrir á þessari stundu:

3.–5. júlí: Austurríki (Red Bull Ring, Spielberg, Austurríki)
10.–12. Júlí: Austurríki (Red Bull Ring, Spielberg, Austurríki)

17.–19: júlí: Ungverjaland (Hungaroring, Ungverjalandi)

31. júlí– 2. ágúst: Bretland (Silverstone, Englandi)

7.–9. ágúst: Bretlands (Silverstone, Englandi)

14.–16. ágúst: Spánn (Katalóníuhringurinn, Barcelona, Spáni)

28.–30 ágúst: Belgía (Spa-Francorchamps, Belgíu)

4.–6. september: Ítalía (Autodromo Nazionale Monza, Ítalíu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert