Aftur Mercedes-tvenna

Kimi Räikkönen á seinni æfingu dagsins í Spielberg í Austurríki.
Kimi Räikkönen á seinni æfingu dagsins í Spielberg í Austurríki. AFP

Rétt eins og á fyrri æfingu dagsins ók Lewis Hamilton á Mercedes hraðast á seinni æfingunni, sem var að ljúka í Spielberg í Austurríki. Og eins og í morgun ók liðsfélagi hans Valtteri Bottas næsthraðast. Munaði aðeins 0,2 úr sekúndu á bestu brautartímum þeirra.

Þriðja besta tímann setti svo Sergio Perez á Racing Point og þar með voru þrír fremstu bílarnir allir búnir Mercedesvél. Eins og í morgun munaði 1,1 sekúndu á  fyrsta og tíunda ökumanni.

Í sætum fjögur til tíu á lista yfir hröðustu hringi- í þessari röð - urðu Sebastian Vettel á Ferrari, Daniel Ricciardo á Renault, Lando Norris á McLaren, Lance Stroll á Racing Point, Max Verstappen á Red Bull, Charles Leclerc á Ferrari og Carlos Sainz á McLaren.

mbl.is