Hamilton fljótastur

Lewis Hamilton á fyrstu æfingu ársins, í Spielberg í Austurríki …
Lewis Hamilton á fyrstu æfingu ársins, í Spielberg í Austurríki í dag. AFP

Lewis Hamilton ók hraðast rétt í þessu á fyrstu æfingu fyrsta formúlu-1 mótsins á árinu, en það fer fram í Spielberg í Austurríki.

Besti hringur Hamiltons mældist 1:04,816 mínútur. Annar varð liðsfélagi hans Valtteri Bottas hjá Mercedes með 1:05,172 mínútur sem besta hring. Ef þetta leggur línurnar eru líkur á Mercedesdrottnun enn eitt árið, en liðið hefur verið í sérflokki frá 2014.

Í þriðja sæti varð Max Verstappen á Red Bull en sæti fjögur til tíu - í þessari röð - skipuðu: Carlos Sainz á McLaren, Sergio Perez á Racing Point, Lando Norris á McLaren, Alex Albon á  Red Bull, Daniel Ricciardo á Renault, Kevin Magnussen á Haas og tíundi Charles Leclerc á Ferrari. Var hann 1,1 sekúndu frá topptíma Hamiltons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert