Klaga stýrisbúnað Merceds

Valtteri Bottas á æfingunni í Spielberg í Austurríki í dag. …
Valtteri Bottas á æfingunni í Spielberg í Austurríki í dag. Sumir hafa eitthvað við ágæti og lögmæti stýrisbúnaðar Mercedesbílanna að athuga. AFP

Fyrirsvarsmenn Red Bull liðsins hafa gengið á fund Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) og kvartað undan stýrisbúnaði keppnisbíla Mercedesliðsins.

Búnaðurinn er þannig úr garði gerður að öll fjögur hjól hans eru virk í beygjum. Kröfðust þeir að FIA útskýrði fyrir keppnisliðum formúlunnar stýrisbúnað Mercedes og virkni hans í akstri. 

Mercedes mætti til æfinga í febrúar, skömmu áður en fyrirhugað var að hefja keppnistímabilið, sem er  loks að fara í gang í dag. Þar sýndi sig að svonefnd útskeifni framhjólanna tók breytingum þegar ökumaðurinn togaði stýrishjólið að sér eða ýtti því fram.

Nákvæmlega hver ávinningurinn af þessu er liggur ekki á ljósu. Meðal helstu kenninga er búnaðurinn geri það að verkum að dekkjahiti haldist betur á beinlínuköflum. Komi bíllinn því inn í beygjur á heitari dekkjum en ella. Rásfesta hans verður því meiri gegnum beygjur og þar með bílhraðinn.

FIA hefur lagt blessun sína yfir búnaðinn fyrr á árinu og leyfir hann á 2020-keppnistíðinni. Hins vegar  hefur hann verið bannaður frá og með 2021.

Valtteri Bottas á Mercedes í Spielberg í Austurríki í dag.
Valtteri Bottas á Mercedes í Spielberg í Austurríki í dag. AFP
mbl.is