Allt er þegar þrennt er

Lewis Hamilton á nýlokinni þriðju æfingunni í Spielberg.
Lewis Hamilton á nýlokinni þriðju æfingunni í Spielberg. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes hélt uppteknum hætti og setti besta tímann á þriðju og síðustu æfingu fyrir tímatökuna, sem fram fer í dag í Spielberg í Austurríki. Liðsfélagi hans Vallteri  Bottas andaði allan tímann niður hálsmálið á honum og var aðeins 0,1 sekúndu á eftir.

Max Verstappen á Red Bull átti þriðja besta hringinn en á þeim Hamilton munaði 0,3 úr sekúndu.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Sergio Perez á Racing Point, Charles Leclerc á Ferrari, Alexander Albon á Red Bull, Sebastian Vettel á Ferrari, Lance Stroll á Racing Point, Pierre Gasly á Alpha Tauri og Land Norris á McLaren.

mbl.is