Engin smit í formúlunni

Lewis Hamilton tekur æfingahring í Austurríki.
Lewis Hamilton tekur æfingahring í Austurríki. AFP

Engin ökumaður í formúlu-1 kappakstrinum er smitaður af kórónuveirunni en þetta staðfestu forráðamenn keppninnar í fréttatilkynningu í dag. Formúla-1 snéri aftur um helgina eftir rúmlega fjögurra mánaða hlé en síðast var keppt í akstursíþróttinni í Barcelona á Spáni, helgina 26.-28. febrúar.

Keppnin um helgina fer fram í Austurríki og fer tímatakan fyrir keppni morgundagsins fram síðar í dag. „Alþjóða akstursíþróttasambandið og formúla-1 staðfesta hér með engir ökumenn eða starfsmenn tengdir formúlu-1 kappakstrinum eru smitaðir af kórónuveirunni,“ segir í fréttatilkynningunni.

„4.032 ökumenn, liðsmenn og aðrir starfsmenn voru prófaðir fyrir veirunni, dagana 26. júní til 2. júlí, og voru öll sýnin neikvæð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Átta keppnir eru nú eftir af tímabilinu í formúlu-1 en næsta keppni fer aftur fram í Austurríki, helgina 10.-12. júlí næstkomandi áður en haldið verður til Ungverjalands helgina 17.-19. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert