Bottas stóðst álagið

Valtteri Bottas fagnar sigri með kærstustu sinni Tiffany Cromwell við …
Valtteri Bottas fagnar sigri með kærstustu sinni Tiffany Cromwell við mótslok í Spielberg í Austurríki. AFP

Finnski ökumaðurinn Valtteri Bottas hjá Mercedes ók mistakalaust frá upphafi til enda Austurríkiskappakstursins en það var lykillinn að sigri. Liðsfélaginn Lewis Hamilton gerði hins vegar röð mistaka í gær og dag og hafnaði í fjórða sæti.

Kappaksturinn var mjög tíðindasamur vegna vélrænna bilana og samstuða en til dæmis var öryggisbíllinn kallaður þrisvar út í brautina vegna atvika. Með það allt á herðunum og liðsfélagann andandi niður hálsmál hans lengstum var stóra spurningin hvort Bottas stæðis allt þetta álag.

Það gerði hann og hafði góð tök á ástandinu og hélt forystunni úr ræsingunni og alla leið í mark. Hamilton hóf keppni af fimmta rásstað eftir kæru Red Bull eftir tímatökurnar í gær þar sem hann varð annar. Dómarar höfðu veitt honum áminningu fyrir að virða ekki gul flögg en við því hefur ætíð verið gerð refsing með afturfærslu á rásmarki. Endurskoðuðu dómararnir það atvik, m.a. ný myndbönd,  aðeins klukkustund fyrir ræsingu. Færðu þeir heimsmeistarann niður í fimmta sæti.

Hamilton  var ekki lengi að vinna sig fram í annað sæðið og stöku sinnum sýndi hann Bottas tennurnar. Síðar skapaðist óvissa vegna galla í nema í gírkassa Mercedesvélanna sem leiddu til brottfalla ökumanna, fyrstur þeirra varð Lance Stroll á Racing Point. Vélfræðingar hans áttuðu sig fljótt á biluninni og létu önnur lið með Mercedesvélar vita. Fyrir vikið upphófust aðvaranir af stjórnborði viðkomandi liða; þar með margsinnis og ítrekað af hálfu stjóra Mercedes sem óttuðust að hörð rimma Bottas og Hamiltons gæti kostað brottfall, ef ekki annars þá beggja bíla.

Þrír öryggisbílar, árekstrar, önnur atvik, tímarefsingar og framúrtökur leiddu til mikilla breytinga á röð bíla í brautinni. Þannig vann Charles Leclerc á Ferrari sig upp úr sjöundasæti i í annað en í þriðja sæti hafnaði svo Bretinn Lando Norris á McLaren.

Norris er þriðji yngsti ökumaðurinn til að standa á verðlaunapalli formúlu-1. Er það og fyrsti pallur og langbesti árangur McLaren um langt árabil. Liðsfélagi hans Carlos Sainz varð svo í fimmta sæti sem undirstrikar nýjan styrk McLarenbílanna.

Max Verstappen hóf keppni í öðru sæti eftir kæru Red Bull gegn Mercedes og hugði gott til glóðarinnar. Adam var ekki lengi í Paradís því hann féll fyrstur manna úr leik vegna vélkerfisbilunar eftir aðeins nokkra hringi. Var hann þá annar en með brottfallinun opnaði hann leið Hamiltons í slaginn við Bottas.

Hamilton fékk akstursvíti - fimm sekúndum var bætt við lokatíma hans - fyrir að stanga Alexander Albon á Red Bull út úr brautinni undir lokin. Kláraði heimsmeistarinn í öðru sæti en féll niður í það fimmta vegna vítisins.

Ökumenn Mercedces voru hvað eftir annaða varaðir við því að …
Ökumenn Mercedces voru hvað eftir annaða varaðir við því að aka upp á beygjubríkurnar en svo var sem þeir heyrðu ekki. Hér er Lewis Hamilton langt upp á slíkri brík. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert