Tvöfaldur heimsmeistari snýr aftur í formúluna

Fernando Alonso.
Fernando Alonso. AFP

Spánverjinn Fernando Alonso er snúinn aftur í formúlu-1 en hann verður einn af ökuþórum Renault-liðsins á næsta tímabili. Hann hætti keppni í formúlunni árið 2018 en er nú snúinn aftur til liðsins sem hann vann heimsmeistaratitlana tvo með.

Alonso verður 39 ára síðar í mánuðinum en hann ákvað að snúa sér að öðrum hlutum eftir farsælan feril í formúlunni, fyrst árið 2001 og svo á árunum 2003 til 2018.. Hann mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ágúst en leysir svo Ástralann Daniel Ricciardo af hólmi hjá Renault á næsta ári.

Alonso varð heimsmeistari árin 2005 og 2006 í bíl frá franska framleiðandanum en var einnig í fimm ár á mála hjá ítalska liði Ferrari. Renault hefur ekki staðfest þessar fréttir en öruggar heimildir BBC segja samninginn frágenginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert