Hamilton vann blautan ráspólinn

Tímatakan fór fram í vætu í Steyrufjöllum.
Tímatakan fór fram í vætu í Steyrufjöllum. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes stormaði til ráspóls kappaksturs helgarinnar í vætusamri tímatöku. Var hann 1,2 sekúndum fljótari með tímahringinn en næsti maður, Max Verstappen á Red Bull.

Í síðustu atlögu sinni að tíma og á hring sem virtist ætla verða mun hraðari en þeir fyrri missti Verstappen tök á bíl sínum sem snarsnerist út úr lokabeygjunni.

Þriðji varð Carlos Sainz á McLaren, en síðan raðaðist í sæti fjögur til tíu sem hér segir: Valtteri Bottas á Mercedes,  Esteban Ocon á Renault, Lando Norris, Alexander Albon á Red Bull, Pierre Gasly á Alpha Tauri, Daniel Ricciardo og Sebastian Vettel á Ferrari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert