Létt hjá Hamilton - Martröð hjá Ferrari

Leclerc hefst á loft við samstuðið við Vettel í þriðju …
Leclerc hefst á loft við samstuðið við Vettel í þriðju beygju. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna Steyrufjallakappaksturinn í Austurríki léttilega og laus við ógnir keppinautanna. Ferrari galt afhroð er bílarnir skullu saman í þriðju beygju og féllu báðir úr leik.

Þröng var á þingi er ökumenn fóru inn í þriðju beygjuna á fyrsta hring. Charles Leclerc sýndist hann hafa tækifæri til að smeygja sér fram úr við innri jaðar beygjunnar en Sebastian Vettel virtist ekki sjá  hann koma og skullu þeir saman er hann hugðist fara inn í beygjuna. Lýsti Leclerc sig ábyrgan fyrir samstuðinu.

Max Verstappen á Red Bull fékk ekki ráðið við Valtteri Bottas á lokahringjunum og varð að horfa á Finnan smokra sér upp í annað sæti.

Hörð keppni var í miðjum hópi, frá og með fimmta sæti. Röð keppenda í sætum fjögur til tíundan urðu sem hér segir:

Alexander Albon á Red Bull, Sergio Perez á Racing Point, Lando Norris á McLaren, Lance Stroll á Racing Point, Daniel Ricciardo á Renault, Carlos Sainz á McLaren og Daniil Kvyat á Alpha Tauri.

Fyrstu þrír í mark í dag á verðlaunapallinum (frá vinstri): …
Fyrstu þrír í mark í dag á verðlaunapallinum (frá vinstri): Max Verstappen, Lewis Hamilton og Valtteri Bottas. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert