Getur jafnað Schumacher-met

Lewis Hamilton reisir krepptan hnefann á verðlaunapallinum í Spielberg í …
Lewis Hamilton reisir krepptan hnefann á verðlaunapallinum í Spielberg í mótmælaskyni við kynþáttafordóma. AFP

Lewis Hamilton gæti jafnað eitt af mörgum metum Michaels  Schumacher í ungverska kappakstrinum komandi sunnudag. 

Schumacher vann ungverska kappaksturinn á sínum tíma átta sinnum. Hamilton hefur setið sjö sinnum á efsta þrepi verðlaunapallsins í Búdapest og gæti því jafnað met heimsmeistarans fyrrverandi.

Schumacher vann á sínum tíma alls 91 mót í formúlu-1 sem er met. Með hverjui mótinu sem líður virðist stefna í að það met falli - í skaut Hamiltons. Hann vann síðastliðinn sunnudag sitt 85. mót og það með þvílíkum yfirburðum að ljóst þykir að hann eigi eftir að bæta nokkrum sigrum í safnið.

Hamilton kveðst hlakka til næstu móta, í Búdapest og Montreal. Þær brautir henta Mercedesbílnum en sömu sögu er að segja um Red Bull, bílar þess hafa verið afar harðir í horn að taka þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert